Endurnærandi Föstuvika 23. október

Fasta, detox, yoga, sjór.

Yngdu þig upp!

Ekkert jafnast á við að fasta! Á sjö dögum núllstillir þú líkaman og endurræsir öll kerfi meðal annars með autophagy sem er hreinsunaraðferð líkamans sem verður virk á löngum föstum. Sérhæfðar frumur "borða" bólgur og skaddaðar frumur! Þetta viku námskeið býður upp á föstu með næringu! Þú ferð verulega niður í hitaeiningum en árangurinn er næstum því sami og sem gefst á "alvöru" vatnsföstu. 

En við ætlum að gera miklu meira en að borða lítið! Líkami, hugur og sál er ein heild. Við styðjum föstuna og verulega góðum áhrifum hennar með því að örva, hvetja og umbreyta! Á einföldu föstu mataræði er detox yoga, öndun og kaldur sjór og öndun innifalið sem stuðningsmeðferðir í FöstuVikunni. Þetta er útkoman:

 • Minni bólgur og verkir. Kaldur sjórinn hjálpar!
 • Autophagy: líkaminn "borðar sjálfan sig, en bara það sem er ónýtt eða skaddað og úr sér gengið.
 • Aukin framleiðsla á stofnfrumum og endurnýjun á frumun og líffærum: Þú verður 10 árum yngri á 7 dögum! Og áhrifin endast í fleiri mánuði!
 • Stirðleiki minnkar í yin jóga og lífsorkan flæðir á ný!
 • Blóðsykur í jafnvægi og sykurpúkinn flytur að heiman!
 • Betra streituviðnám, betri og dýpri svefn. 
 • Þú grennist óhjákvæmlega. 
 • Líkaminn styrkist allur. 
 • Orkan og jafnvægið í hámarki!
 • Melting verður mun betri.
 • Húðin verður ljómandi!
 • Hugurinn skýrist og þú með!
 • Gleðigjöfum í heilanum fjölgar! 

Námskeiðið byggist þannig upp!

Kennsla. Miðvikudagur 23. október kl 18-21. Heilsumiðstöð Reykjavíkur, Suðurlandsbraut 30, bakhlið.

 • Prógrammið fyrir vikuna kynnt. 
 • Úr venjulegu fæði yfir í föstu. 
 • Fasta. Mismunandi föstur og áhrif þeirra á autophagy, ketósu, fitubrennslu, stofnfrumu framleiðsu, bólgur, blóðsykur og endurnýjun fruma.  
 • Fastan. "Mataræðið" kynnt. Aðferðir, uppskriftir og innkaup.
 • Föstulok. Hvað á að borða fyrstu tvo dagana. 
 • Ómetanlegu stuðningur í daglegum hitting alla daga vikunnar og í lokuðum facebook hóp.

Morgun Föstu Yin Yoga  Fimmtudagur 24. föstudagur 25. mánudagur 28. og þriðjudagur 29. október kl 7-8.30 í Heilsumiðstöð Reykjavikur, Suðurlandsbraut 30, bakhlið. Yoga form er yin yoga sem eru rólegar teygjur og fer að mestu fram á gólfinu. Allir geta verið með, og þú þarft ekki að vera vön eða hafa farið í yoga áður. 

FöstuSjóga er sjóbað! Fimmtudagur 25. október kl 16 -17 og mánudagur 28. október kl 16-17. Hér er enginn metnaður um annað en að prófa að dífa sér í kalt vatn! Hver veit nema að þú kunnir svo vel við það, að þú haldir áfram! Ylströndin í Nauthólsvík. 

Verð: Aðeins ISK 34.900kr sem er ca 1900kr danskar sem gefið er upp á greiðslusíðu.

Ath! Takmörkuð pláss. Fyrstur kemur fyrstur fær! 

Innifalið er kennsla, kennslugögn, yoga tímar, "sjóga" tímar, jurtate til að hreinsa metlingarveginn og hreinsandi húð- og fegrunar leir frá Marokkó, stuðningur í lokuðum hóp á facebook.

Einnig er innifalið mataræðisprógram til að undirbúa sig sem best 1-2 vikur fyrir föstuna fyrir þá sem vilja og eru búnir að skrá sig og greiða námskeiðsgjald til að ná undirbúnings prógramminu. 

Hver getur tekið þátt í FöstuVikunni? 

 • Allir geta tekið þátt, sem treysta sér og sem eru ekki barnshafandi. 
 • Yoga formið eru yin yoga stöður sem styðja föstuna og hreinsunina og allir geta verið með. 
 • Sjórinn er kaldur þó að það sé sumar. Ef þú hefur ekki stundað sjóböð þá er þetta kjörið tækifæri til að prófa og kynnast þeim jákvæðu og heilsusamlegu viðbrögðum sem kaldur sjór gefur af sér. Fyrir þig sem ert reynd(ur) sjógari, þá er það góð hvatning fyrir hina óreyndu! 
 • Fastan verður fimm daga; einn dagur í föstu undirbúning, fimm föstudagar á föstumataræði og einn dagur í aðlögun eftir föstu. Ef þú treystir þér bara í þrjá daga föstu, þá er það svo hjartans velkomið, aðlögun fyrir og eftir lengist þá tilsvarandi.   

 Greiðsla gegnum greiðslusíðuna paypal. Það er líka hægt að greiðameð íslensku greiðslukorti á paypal. Að greiðslu lokinni færðu kvittun og þitt pláss á námskeiðið er tryggt. Þú færð póst með nánari upplýsingum þegar nær dregur námskeiðsbyrjun. Ef þú hefur alls ekki tök á að greiða með paypal hafðu þá samband thorbjorg@thorbjorg.dk og við finnum aðra leið með millifrærslu. 

persilleshake.jpg