Bætum mataræðið

Sykurlaust og hollara fyrir alla fjölskylduna!

Úr einu í annað og betra fæði! 

Hollur og "niðri á jörðinni" matur.

Það eru margir orðnir ruglaðir á hvað á að borða. Þú ert kannski ein/n af þeim sem langar að breyta og bæta heilsuna og létta þig, en ert engan veginn að nenna eða tilbúin/n að fara á ketó fæði, sem allir virðast vera á. Alla vega ekki eins og er. 

Ég er með góðar fréttir! Það er hægt að stöðuhækka sig verulega á frekar einfaldan hátt með því að breyta áherslum á því sem þú ert vanur / vön að borða og drekka. Með því að skipta úr einu í annað og betra og hollara verður þú ekki bara mun hressari og orkumeiri, en þú léttir þig líka! Það góða við það er, að allir í fjölskyldunni geta verið með og notið góðs af.

Þetta er tækifæri til að taka höndum saman og gera mataræðið að sameiginlegu og skemmtilegu verkefni fyrir alla fjölskylduna! Án þess að þurfa að fara á mis við það sem þú /þið eruð vön að borða! Það verður ennþá pláss fyrir pizzu á föstudögum, spagetti á miðvikudögum, nammidag á laugardaögum og síðdegis kaffi með köku á sunnudögum! Hráefnið er bara betra og hollara! Og samviskan! Hún er líka hrein! 

Á einni kvöldstund lærir þú:

 • Undirstöður fyrir hollara val í sykri og kolvetnum, fitu og prótínum:
 • Sykur og sætuefni. 
 • Grjón, hveiti og mjöl. 
 • Brauð og kökur og þess háttar.
 • Fita og olía. 
 • Innkaup. Hvað á ég kaupa og hvar fæst það?
 • Innkaupalisti.
 • Uppskriftir til að byrja á. 

Námskeiðið er fyrir þig:

 • Sem hefur áhuga á að breyta um mataræði og borða hollara en það á að vera einfalt og ekki flókið mál! 
 • Sem vilt létta þig og auka orkuna á einfaldan hátt. 
 • Sem ert foreldri og vilja bæta mataræðið í fjölskyldunni. 
 • Sem ætlar að fara á ketó fæði en vilt undirbúa þig sem best til að fá sem mest út úr ketó seinna meir. 
 • Sem ert tilbúin/n til að taka ábyrgð á eigin heilsu og veist að allt byrjar á hollum mat. 

Námskeiðið er ein kvöldstund  

fimmtudaginn 28. mars kl 17.30 - 20.30

Staður: Heilsusetur Reykjavík. Grensásvegi 50. 

Verð: 8500kr fyrir einstakling. Verð fyrir foreldrapar: 15000kr.

Á greiðslusíðu er verðið er gefið upp í dönskum peningum. Vinsamlega greiðið gegnum paypal sem er lang best. Ef það er ekki hægt þá er möguleiki að millifæra á bankareikning. Vinsamlega hafðu samband á thorbjorg@thorbjorg.dk og ég græja það. 

Kennari er Þorbjörg Hafsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur, næringarþerapisti, lífsráðgjafi og yogakennari. Þorbjörg hefur 25 ára starfsreynslu í næringar- og heilsutengdri ráðgjöf, námskeiðum, fyrirlestrum, sjónvarpsþáttum og konsept hönnun, auk þess að hafa skrifað skrifað 6 bækur um heilsusamlegan mat, lífsstíl og hollustu. Þekktust er 10 árum yngri á 10 vikum sem er þýdd  á 7 tungumál. 

Yoga_0247.jpg
Priser